Frétt

Engar skemmdir á mannvirkjum af völdum jarðskjálfta

3. júní 2008
Írafossstöð er staðsett 10 km frá upptökum skjálftans, Ljósafossstöð 12 km og Steingímsstöð 20 km. Búrfellsstöð er staðsett 60 km frá upptökunum.
 
Engar skemmdir urðu á þessum mannvirkjum og hefur öryggi þeirra því ekki minnkað í jarðskjálftanum.
 
Í dag eru virkjanamannvirki Landsvirkjunar hönnuð til að þola mikið álag og sérstök áhersla er lögð á að byggingarnar standist mikla jarðskjálftaáraun. Á árunum 1996-98 voru framkvæmdar nokkuð umfangsmiklar jarðskjálftastyrkingar á Sogsvirkjunum. Þar var styrkur mannvirkja í raun bættur til að standast þær kröfur sem gerðar eru til sambærilegra mannvirkja í dag. Líklegt má telja að þessar styrkingar hafi sannað gildi sitt í þessum skjálfta og komið í veg fyrir hugsanlegt tjón á mannvirkjum.

Fréttasafn Prenta