Frétt

Sýningin Lóan er komin opnar í Ljósafossstöð

4. júní 2008

Landsvirkjun var einn af bakhjörlum sýningar Steingríms á Feneyjatvíæringnum. Á sýningunni í Ljósafossstöð eru valin verk til sýnis.

„Lóan er komin“ er opin fram til 10. ágúst, virka daga frá kl. 13.00 til 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 til 18.00.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar laugardaginn 7. júní kl. 14:00.

Sýningin Lóan er komin í Ljósafossstöð

Lóan er komin

Titill sýningarinnar kallar fram hughrif bjartsýni og eftirvæntingar meðal allra Íslendinga að afloknum vetri. Sýningin er samsett af margvíslegu efni, bæði myndefni og þrívíðum gripum sem minna á hugarheim Íslendinga í fortíð og nútíð. Listamaðurinn dregur fram sérkenni þjóðarsálarinnar þar sem fortíðin lifir góðu lífi í nútíma samfélagi.

Steingrímur Eyfjörð (f.1954)

Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1971 til 1975 og síðar árið 1978. Hann nam einnig myndlist í Edinborg og í Helsinki. Árið 1980 fór hann til frekara náms við Jan Van Eyck listaháskólann í Maastricht í Hollandi.

Steingrímur hefur haldið fjölda einkasýninga heima og erlendis og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Listasafn Ísland hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 2006.

 

Fréttasafn Prenta