Frétt

Sýning á list Sigurjóns Ólafssonar í Búrfellsstöð

13. júní 2008

Stöðvarhús BúrfellsstöðvarLandsvirkjun styður afmælisdagskrá Listasafnsins sem lesa má nánar um á vef Listasafns Sigurjóns Ólafssonar en þar er um að ræða fjölbreytta viðburði heima og erlendis á komandi mánuðum.

Laugardaginn 14. júní klukkan 14 opnar sýning á list Sigurjóns í Búrfellsstöð í Þjórsárdal. Þar getur að líta valin verk Sigurjóns og fróðleik um vinnubrögð hans við gerð lágmyndarinnar sem prýðir framhlið Búrfellsstöðvar, en hún er stærsta lágmynd á Íslandi og hefur löngu skapað sér sess í hugum Íslendinga sem einkennismynd fyrir fyrstu stórvirkjun landsins.

Á sýningunni gefst kostur á að sjá stutta kvikmynd Ásgeirs Long um það hvernig Sigurjón skapaði hina risavöxnu lágmynd.

Sýningin verður síðdegis í allt sumar og er aðgangur ókeypis. Allir eru velkomnir við opnun sýningarinnar laugardaginn 14. júní.

 

 

Fréttasafn Prenta