Frétt

Alcoa og Landsvirkjun taka upp viðræður um orkukaup

4. júlí 2008

Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í endurnýjaðri viljayfirlýsingu fyrirtækjanna sem Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í síðustu viku.

Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. munu fram til ársloka 2009 bora samtals tíu tilraunaborholur á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu til að kanna orkugetu svæðanna. Alcoa mun taka þátt í kostnaði við tilraunaboranirnar, samkvæmt nánara samkomulagi. Þær áætlanir sem unnið er eftir gera ráð fyrir að álverið noti 400 MW af raforku. Komi í ljós að meiri raforka verði til reiðu munu aðilar ræða möguleika á að hún verði nýtt fyrir álver á Bakka.

Forsvarsmenn Alcoa, Landsvirkjunar og Þeistareykja í skoðunarferð í Kröflu

Forsvarsmenn Landsvirkjunar, Alcoa, Þeistareykja ehf. og sveitarfélaga
á svæðinu kynna sér rannsóknaboranir við Kröflu

 

Fréttasafn Prenta