Frétt

Landsvirkjun gerist bakhjarl Sesseljuhúss umhverfisseturs

28. ágúst 2008
 
Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um sjálfbæra þróun og þar fer fram fjölbreytt starfsemi. Á vegum Landsvirkjunar fer fram fræðsla um raforkuvinnslu og umhverfismál og er markmiðið með samningnum að samnýta þekkingu beggja aðila við uppbyggingu á umhverfisfræðslu fyrir skólahópa og ferðamenn. Með þessum samningi styrkist starfsemi Sesseljuhúss enn frekar en bakhjarlar hússins nú þegar eru Umhverfisráðuneytið, Hitaveita Suðurnesja og Landsbankinn.
 

Samningur við Sesseljuhús á Sólheimum undirritaður

 
Á myndinni má sjá Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar og Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur, forstöðumann Sesseljuhúss við undirritun samningsins.
 

Fréttasafn Prenta