Frétt

Stefán Pétursson aftur til Landsvirkjunar

24. október 2008

Stefán PéturssonStefán gegndi starfi forstjóra HydroKraft Invest hf. síðan í febrúar síðastliðnum. HydroKraft Invest er fjárfestingafélag í eigu Landsbankans og Landsvirkjunar og var Stefán í leyfi frá störfum sínum hjá LV til að koma starfsemi félagsins á laggirnar.

Stefán mun taka við starfi sínu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá og með 1. desember nk. Frá sama tíma mun Kristján Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra tímabundið, taka við sínu fyrra starfi sem deildarstjóri fjármáladeildar.

Aðstæður í innlendu og alþjóðlegu efnahagslífi eru nú þannig að ákveðið hefur verið að slá á frest fyrirætlunum LV og Landsbankans um viðamiklar fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á erlendri grund. HydroKraft Invest verður ekki lagt niður heldur verður starfsemi félagsins í lágmarki og mun snúast um að viðhalda þeim viðskiptasamböndum sem komið hefur verið á.

Aðstæður nú gera kröfu um að LV nýti alla þá krafta, sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. LV er mikill fengur í að fá Stefán til baka og er hann boðinn velkominn aftur til starfa.

 

 

Fréttasafn Prenta