Frétt

Eilífðardraumurinn við Fljótsdalsstöð

15. september 2008

Fjöldi fólks var viðstaddur afar óvenjulega og eftirminnilega athöfn í Fljótsdal, þegar afhjúpað var listaverkið Eilífðardraumurinn eftir Ólaf Þórðarson úti á stríðu straumvatni sem stöðugt flæðir úr Fljótsdalsstöð áleiðis til sjávar.

Eilífðardraumurinn er vinningstillaga í samkeppni á vegum Landsvirkjunar um útilistaverk, hátt í sjö tonna og 12 metra langt líkneski af báti úr einangrunarefninu pólýúreþani.

Nánar er fjallað um afhjúpun listaverksins á vef Kárahnjúkavirkjunar >> .

Listaverkið Eilífðardraumur

Listaverkið Eilífðardraumur á siglingu í frárennslisskurði Fljótsdalsstöðvar.

 

Fréttasafn Prenta