Frétt

Mögulegt er að fylla losni úr vegg Hafrahvammaglúfurs á móts við Kárahnjúkafoss

29. ágúst 2008

Þessi sprunga hefur verið skoðuð m.a. með borunum og fylgst hefur verið með breidd hennar með þar til gerðum mælum.  Engin hreyfing var á sprungunni í sumar en þegar fossinn fór að falla í gljúfrið nú í ágúst varð strax vart við hreyfingu á sprungunni.

Nú er svo komið að sprungan hefur víkkað um 2 mm frá því að fossinn fór að falla í gljúfrið. Það er því hætta á að bergfyllan framan við sprunguna geti fallið í gljúfrið. Mannvirki eru í engri hættu þótt bergfyllan falli, en mikilvægt er að ferðamenn virði bann sem nú er á allri umferð á eystri gljúfurbarmi neðan Kárahnjúkastíflu.

Gerðar hafa verið ráðstafnir á svæðinu til að tryggja að öllum sé ljóst hvar hættusvæðið er.

Fréttasafn Prenta