Frétt

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar

27. október 2008

Efnahagsumhverfið á Íslandi er erfitt um þessar mundir þar sem ríkið hefur tekið yfir þrjá stærstu banka landsins. Við höfum gripið til aðgerða til að efla traust og trú á Landsvirkjun og búumst við að ástandið muni batna á næstu mánuðum.

Starfssemi Landsvirkjunar hefur ekki orðið fyrir beinum áhrifum af þessum aðstæðum. Að sjálfsögðu hefur lánshæfismat Landsvirkjunar verið lækkað eins og ríkissjóðs en staða fyrirtækisins er engu að síður góð. Fyrirtækið á mjög nýlegan eignagrunn af vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.

Starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar er Bandaríkjadalur þar sem 70% tekna eru taldar í Bandaríkjadölum og koma frá traustum alþjóðlegum aðilum. Lausafjárstaða fyrirtækisins er góð og fjárstreymi fer batnandi. Fjárfestingarútgjöld hafa minnkað eftir að byggingu Kárahnjúkavirkjunar lauk og binditími langtímaskulda er dreifður. Auk þess hefur fyrirtækið aðgang að 400 milljón Bandaríkjadala veltiláni sem að mestu er ónýtt. Af þeim sökum er fjármögnun fyrirtækisins trygg fyrir næsta ár.

Meðfylgjandi er skýrsla um Landsvirkjun og nýtt yfirlit sem skýrir fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar (á ensku)
Yfirlit yfir fjárhagsstöðu Landsvirkjunar (á ensku)

 

Fréttasafn Prenta