Frétt

Opnun tilboða í Búðarhálsvirkjun seinkað

10. nóvember 2008

Til stóð að opna tilboð í vél- og rafbúnað Búðarhálsvirkjunar 9. desember næstkomandi.

Áður hafði farið fram forval og fimm aðilar valdir til að gera tilboð í smíði og uppsetningu búnaðarins.

Fjármálakreppan gerir það að verkum að óljóst er að svo komnu máli hver lánskjörin eru sem Landsvirkjun bjóðast vegna framkvæmda við Búðarháls. Vonast er til að mál skýrist upp úr áramótum og að þegar tilboðin verða opnuð í mars geti legið fyrir niðurstöður um fjármögnun virkjunarinnar.

 

Fréttasafn Prenta