RARIK og Landsvirkjun sækja um rannsóknarleyfi
20. nóvember 2008
Fyrirtækin hafa staðið sameiginlega fyrir rannsóknum á þessu svæði frá árinu 2002 og sækja nú formlega um rannsóknarleyfi með bréfi dagsettu 17. nóvember 2008. Ekki þurfti leyfi til rannsókna á vatnsafli fyrr en með breytingum á lögum árið 2006.
Virkjunarkostir í þessum ám voru til umfjöllunar í fyrsta áfanga rammaáætlunar og féllu þar í umhverfisflokk a (Hólmsárvirkjun) og b (Skaftárvirkjun).
Þegar öðrum áfanga rammaáætlunar lýkur á seinni hluta árs 2009 vonast fyrirtækin eftir að unnt verði að halda áfram athugunum á virkjunum á þessu svæði.
Fréttasafn
Prenta