Frétt

56 milljónum úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

6. febrúar 2014

Sjöunda úthlutun Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í gær. Úthlutað var 56 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

Fjölmargar góðar umsóknir bárust en úthlutað var úr tveimur flokkum; A-flokki, sem eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og B-flokki rannsóknaverkefna.

Í flokki A voru að þessu sinni veittir styrkir að heildarupphæð 15,6 milljónir króna. Veittir voru sjö styrkir til doktorsnema að upphæð 1.200.000 krónur hver og tólf styrkir til meistaranema, að upphæð 600.000 krónur hver. Af veittum styrkjum í A-flokki voru sex styrkir til virkjunarmála en þrettán til rannsókna á náttúru og umhverfi.

Í flokki B til rannsóknarverkefna voru veittir styrkir að heildarupphæð 40,5 milljónir króna til 18 verkefna. Verkefnin eru mjög fjölbreytt og voru sjö styrkir til orkumála og ellefu til rannsókna á náttúru og umhverfi. 

Um Orkurannsóknasjóð Landsvirkjunar Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnanna, fyrirtækja og einstaklinga. Sjóðurinn miðar að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samræmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.

Stjórnarformaður sjóðsins er Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrum háskólarektor, en stjórn Orkurannsóknasjóðs skipa fjórir fulltrúar háskólasamfélagsins og tveir fulltrúar Landsvirkjunar. Upplýsingar um úthlutunarreglur og stjórnarmeðlimi má kynna sér hér. 

Úthlutað er úr sjóðnum árlega en frá árinu 2008 hefur sjóðurinn veitt styrki að heildarupphæð 378 milljónum króna. 

Hér má sjá lista yfir styrkveitingar ársins 2014:

Til doktorsnáms, 1,2 milljón króna hver:

Birgir Örn Smárason líf- og umhverfisfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands og Matís ohf.
Dan Govoni líffræðingur. Doktorsnám við University of Alaska, Fairbanks og Háskólann á Hólum.
David Cook umhverfisfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.
Eysteinn Helgason vélaverkfræðingur. Doktorsnám við Chalmers Tækniháskólann í Gautaborg í samvinnu við Volkswagen.
Helgi Sigurðarson verkfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands í samvinnu við University of Missouri og Norska tækniháskólann í Þrándheimi
Sigrún Dögg Eddudóttir landfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.
Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.

Til meistaranáms, 600.000 krónur hver:

Birgir Freyr Ragnarsson verkfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands og Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn.
Birkir Heimisson verkfræðingur. Meistaranám við Chalmers Tækniháskólann i Gautaborg.
Birta Kristín Helgadóttir verkfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Doriane Combot líffræðingur. Meistaranám við Háskólann á Hólum.
Halldóra Bergþórsdóttir jarðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Haraldur Gunnarsson jarðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Höskuldur Þorbjarnarson landfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Jón Skafti Gestsson hagfræðingur. Meistaranám við University College í London.
Konrad Weaver vatnajarðfræðingur. Meistaranám við Imperial College í London.
María Svavarsdóttir landfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Michael Sugar verkfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
Ríkey Kjartansdóttir jarðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.

Styrkir til rannsóknarverkefna:

Ágúst Valfells, Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Landsvirkjun.
Bjarni Bessason,Háskóla Íslands.
Bjarni K. Kristjánsson, Háskólanum á Hólum í samvinnu við Háskólann í Guelph, Kanada.
Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Skógrækt ríkisins.
Eyþór Rafn Þórhallsson, Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði.
Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur í samstarfi við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Skógrækt ríkisins.
Hanna Kaasalainen, Háskóla Íslands í samvinnu við Purdue háskóla í Bandaríkjunum.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Háskóla Íslands í samvinnu við Umeåháskóla, Svíþjóð.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Háskóla Íslands í samvinnu við Íslenskar orkurannsóknir og Náttúrufræðistofnun.
Magnús Kári Ingvarsson, Matís ohf í samvinnu við Háskóla Íslands.
Philippe Crochet, Veðurstofu Íslands.
Reynir Smári Atlason, Háskóla Íslands í samvinnu við orkufyrirtæki.
Sigrún Nanna Karlsdóttir, Háskóla Íslands í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Sigurður Brynjólfsson, Háskóla Íslands í samvinnu við Danska tækniháskólann í Kaupmannahöfn.
Stefán Óli Steingrímsson, Háskólanum á Hólum í samvinnu við Concordia University, Montreal og  University of New Brunswick, Canada og Landsvirkjun.
Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.
Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands í samvinnu við Háskólann í Utrecht, Hollandi, IT stofnunina í Finnlandi og Loftslagsstofnunina í Innsbruck, Austurríki. 

Fréttasafn Prenta