Frétt

Tillaga að matsáætlun vegna rannsóknaborana í Gjástykki

22. desember 2008
Landsvirkjun áformar rannsóknaboranir í Gjástykki, í Þingeyjarsveit. Rannsóknirnar eru nauðsynlegur liður í öflun upplýsinga um hvort vinnanlegan jarðhita sé þar að finna. Landsvirkjun hefur ákveðið að meta umhverfisáhrif af borun allt að þriggja hola á sama borteig.
 
Hér á síðunni má nálgast tillögu að matsáætlun vegna rannsóknaborana. Í tillögunni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu. Einnig er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða rannsóknir er fyrirhugað að ráðast í vegna mats á umhverfisáhrifum.
 
Allir hafa rétt til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síða en 14. janúar 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugvaegi 166, 105 Reykajvík.
 

Fréttasafn Prenta