Frétt

Styrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar afhentir

5. mars 2008

Alls hlutu 10 meistara- og doktorsnemar námsstyrki, ýmist að upphæð 500 þúsund eða eina milljón hver. Þá voru veittir styrkir að upphæð um 35 milljónir króna til rannsóknaverkefna á vegum rannsókna- og menntastofnana.

Það var formaður Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar, Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sem afhenti styrkina við hátíðlega athöfn. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, flutti ávarp við afhendingu styrkjanna og lagði áherslu á að styrkir af þessu tagi séu mikilvægt framlag til að efla þekkingu og laða hæfileikafólk að menntun og rannsóknum á sviði orkumála. Sá málaflokkur sé mikilvægur til að efla efnahag landsins og gera Íslendingum kleift að nýta þann meðbyr og tækifæri sem skapast hafa alþjóðlega fyrir færni í nýtingu á umhverfisvænum orkugjöfum.

Rannsóknastyrkir 2008 afhentir

Styrkþegar, fulltrúar þeirra og stjórn Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar ásamt, Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, Páli Magnússyni, stjórnarformanni Landsvirkjunar og Friðriki Sophussyni, framkvæmdastjóra Landsvirkjunar.

Landsvirkjun stofnaði Orkurannsóknasjóðinn árið 2007 og í stjórn hans sitja fulltrúar háskólasamfélagsins auk kunnáttufólks frá Landsvirkjun. Sjóðurinn úthlutar alls um 100 milljónum króna í styrki og til grunnrannsókna á þessu ári.

Styrkveitingar sjóðsins falla í þrjá flokka:

  • Almennar virkjunarrannsóknir
  • Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála
  • Styrki til nemenda í meistara- eða doktorsnámi.

Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar veitir eftirtalda styrki árið 2008:

 
Styrkir til doktorsnáms
 
Ásdís Helgadóttir, vélaverkfræðingur. Doktorsverkefni hennar snýst um reikninga sem líkja eftir lagskiptu tvífasa hvirfilstreymi gufu og vatns.
 
Bergrún Arna Óladóttir. jarðfræðingur. Í doktorsverkefni hennar verður gossaga, goshegðun og þróun kviku i fjórum eldstöðvakerfum, kenndum við Grimsvötn, Veiðivötn, Kverkfjöll og Öræfajökul rakin með rannsóknum á gjóskulögum.
 
Erla Þrándardóttir, stjórnmálafræðingur. Doktorsverkefni hennar fjallar um lögmæti frjálsra félagssamtaka og kröfugerðar þeirra.
 
Marta Rós Karlsdóttir, vélaverkfræðingur. Doktorsverkefni hennar snýst um bætta frumorkunýtingu. Greina á möguleika á því að nýta varmaorku í stað raforku í nútíma samfélagi, auka markað fyrir nýtanlegan varma og greina afleiðingar þess á frumorkunýtingu.
 
Styrkir til meistaranáms
Elín Fjóla Þórarinsdóttir, landfræðingur. Meistaraverkefni hennar fjallar um sandfok, vindrof, vatnsrof og áhrif uppgræðslu á sandfok í nágrenni Heklu.
 
Lárus Þorvaldsson, vélaverkfræðingur. Meistaraverkefni hans er ætlað að varpa ljósi á hvernig best sé að haga ákvörðunartöku um vinnsluhraða á háhitasvæðum í ljósi óvissrar framleiðslugetu, endurnýjunar og markaðsaðstæðna.
 
Lilja Guðmundsdóttir, iðnaðaverkfræðingur. Meistaraverkefni hennar fjallar um vetniseftirspurn fólksbíla á höfuðborgarsvæðinu og hvort unnt verði að framleiða nægilegt vetni með umframflutningsgetu núverandi rafdreifikerfis á svæðinu.
 
Maren Davíðsdóttir, jarðfræðingur. Meistaraverkefni hennar fjallar um sjávarbylgjur sem myndast við jarðskjálfta, eldgos eða skriðuföll.
 
Rósa Guðmundsdóttir, iðnaðarverkfræðingur. Í meistaraverkefni hennar verða orkunýtni og gróðurhúsaáhrif framleiðslu og notkunar vetnis sem orkubera greind á öllum stigum orkukeðjunnar frá auðlind til farartækis.
 
Sæmundur Sveinsson, líffræðingur. Meistaraverkefni hans kannar stofnerfðafræði melgresis á landgræðslusvæðum og hvaða áhrif sáning melgresis á nýjum svæðum og notkun fræs til landgræðslu hefur á erfðafræðilegan fjölbreytileika íslensks melgresis í heild.
 
Styrkir til rannsóknaverkefna
 
Umhverfisrannsóknir i Lagarfljóti. 4.500 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Hrund Andradóttir, Verkfræðideild H.Í.
 
SkógVatn - áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnsgæði, vatnshag og vatnalíf. 3.000 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
GLORIA-tindagróður, örlög við hlýnandi loftslag. 700 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Starri Heiðmarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur.
 
Gönguhegðun urriða i Efra-Sogi og Úlfljótsvatni. 2.000 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Jóhannes Sturlaugsson, Laxfiskar ehf.
 
Steinslækur í Ásahreppi. 350 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Benóný Jónsson, Veiðimálastofnun, Suðurlandsdeild.

Yfirborðskortlagning íslenskra jökla á heimskautaárunum 2008 og 2009. 3.800 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands
 
Hæðarlíkön af íslenskum jöklum unnin úr bylgjuvíxlgervihnattagögnum. 2.100 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Magnússon

Jökulgarðar og jaðarumhverfi íslenskra framhlaupsjökla. 600 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Ívar Örn Benediktsson, Jarðvísindastofnun Háskólans
 
Hönnun stíflugarða á jarðskjálftasvæðum. 1.500 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Sigurður Erlingsson, Verkfræðideild H.Í.

Gjóskufall frá Heklu og mat á áhættu fyrir vatnsaflsstöðvar og miðlunarlón. 1.400 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Kate Taylor Smith, Jarðvísindastofnun Háskólans

M5 kort og úrkomutíðni. 2.000 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Jónas Elíasson, Verkfræðideild H.Í.
 
Vetrarís á Þingvallavatni. 1.200 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf.
 
Jökulsá á Fjöllum, hófleg nýting til orkuframleiðslu. 1.400 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Birgir Jónsson, Verkfræðideild H.Í.
 
Osmósuvirkjanir á íslenskum vatnsföllum. 1.000 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Þorsteinn I. Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Eiginleikar tvífasa streymis vatns og gufu i jarðlögum. 1.500 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Guðrún A. Sævarsdóttir, Verkfræðideild H.Í.
 
Örlög brennisteinsvetnis (H2S) frá jarðvarmavirkjunum. 3.000 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Sigurður Magnús Garðarsson, Verkfræðideild H.Í.
 
Rætur háhitasvæða: Lekt bergs, ummyndun og kvikugös - jarðefnafræðileg athugun. 3.600 þús. kr.
Verkefnisstjóri: Stefán Arnórsson, Jarðvísindastofnun Háskólans

Viðhengi

Úthlutunarreglur orkurannsóknasjóðs 2007 
Stofnskrá orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar 

Sjá einnig: Nánari upplýsingar um úthlutanir 2008 >>

Fréttasafn Prenta