Frétt

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II

20. febrúar 2009
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Matsvinnan er hafin og má nálgast drög að tillögu að matsáætlun hér á síðunni. Í tillögunni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu. Einnig er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða rannsóknir er fyrirhugað að ráðast í vegna mats á umhverfisáhrifum. Landsvirkjun hafði áður lagt fram tillögu að matsáætlun Kröfluvirkjunar II, sem var dregin til baka þann 6. nóvember 2008.
 
Allir hafa rétt til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin albert hjá lvp.is og haukur hjá mannvit.is.
 
Landsvirkjun
b.t. Alberts Guðmundssonar
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavík
 
Frestur til að gera athugasemdir er til 6. mars 2009.
 
Viðhengi

Fréttasafn Prenta