Margar hendur vinna létt verk
16. mars 2009

Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum
16 til 20 ára sem starfa hjá okkur á sumrin.
Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar. Um árabil hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land.
Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða.
Nánari upplýsingar veita Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi, og Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, í síma 515 9000 -
thorsteinn@lv.is og
ragnheidur@lv.is.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 8. apríl með því að sækja um hér á vefnum.
Tengt efni:
Fréttasafn
Prenta