Frétt

Afkoma Landsvirkjunar árið 2008

20. mars 2009

Ársreikningur Landsvirkjunar er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er hann í Bandaríkjadölum sem er starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar frá og með ársbyrjun 2008. Samanburðartölur fyrir árið 2007 hafa verið umreiknaðar á lokagengi Bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu í árslok 2007.

Á árinu 2008 var tap af rekstri samstæðu Landsvirkjunar 344,5 milljónir Bandaríkjadala en rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var 246 milljónir Bandaríkjadala. Handbært fé frá rekstri nam 184,4 milljónum Bandaríkjadala. Í árslok námu heildareignir samstæðunnar 4.619,2 milljónum Bandaríkjadala og eigið fé nam 1.376,8 milljónum Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall er 29,8% í árslok 2008.

Helstu stærðir ársreiknings eru (í þúsundum Bandaríkjadala):

 

SAMSTÆÐA

 

IFRS

 

IS-GAAP

 

 

2008

2007

2006

2005

2004

Rekstrartekjur

452.027

368.824

343.511

250.836

220.984

Rekstrarkostnaður:

 

 

 

 

 

Rekstrar- og viðhaldskostnaður

100.512

105.800

102.805

95.366

75.666

Afskriftir og virðisrýrnun

105.532

81.960

76.932

79.104

86.240

Rekstrarkostnaður alls

206.044

187.760

179.737

174.470

161.907

Rekstrarhagnaður

245.983

181.064

163.774

76.366

59.078

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)

(660.563)

445.638

(263.433)

25.741

56.975

Hagnaður (tap) fyrir skatta

(414.580)

626.702

(99.659)

102.107

116.052

Tekjuskattur

70.048

(167.444)

277.230

 

 

Hagnaður (tap)

(344.532)

459.258

177.571

102.107

116.052

 

 

 

 

 

 

Eignir samtals

4.619.220

5.142.303

4.279.794

2.935.247

2.494.915

Eigið fé

1.376.792

1.600.145

1.143.272

963.269

828.660

Skuldir

3.242.428

3.542.158

3.136.522

1.971.978

1.666.255

 

 

 

 

 

 

Handbært fé frá rekstri

184.350

138.522

146.789

95.602

74.545

Fjárfestingar

374.797

532.526

731.967

461.008

337.044

EBITDA

351.515

263.024

240.706

155.470

145.318

Eiginfjárhlutfall

29,8%

31,1%

26,7%

32,8%

33,2%


Rekstrartekjur aukast um 83 milljónir Bandaríkjadala sem er að verulegu leyti vegna aukinnar orkusölu með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Rekstrarkostnaður án afskrifta nam 100,5 milljónum Bandaríkjadala á árinu en var 105,8 milljónir Bandaríkjadala árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 660,6 milljónum Bandaríkjadala sem skýrist aðallega af lækkun á gangvirði innbyggðra afleiða í orkusölusamningum sem tengdir eru álverði auk gengistaps. Gengistapið og gangvirðisbreytingar eru að mestu leyti óinnleyst og verður að hafa það í huga við mat á afkomu fyrirtækisins. Meðalnafnvextir langtímalána voru um 4,51% á árinu 2008 en þeir voru um 4,69% árið áður.

Gengisþróun og gangvirðisbreytingar á innbyggðum afleiðum munu sem áður ráða miklu um afkomu Landsvirkjunar í ár. Fyrirtækið hefur aðgang að lausafé og lánum sem ásamt fé frá rekstri mun tryggja að fyrirtækið getur mætt núverandi skuldbindingum sínum á þessu og næsta ári. Landsvirkjun mun ekki ráðast í nýjar framkvæmdir nema að félaginu takist að afla nýrra langtímalána.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í síma 515 9000.

Ársreikningur Landsvirkjunar verður lagður fyrir aðalfund fyrirtækisins 3. apríl nk.

Viðhengi:
Ársreikningur Landsvirkjunar 2008


Fréttasafn Prenta