Frétt

Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna álvers, jarðhitavirkjana og háspennulína

20. febrúar 2009
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
 
Samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 eru framkvæmdirnar háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum, í samræmi við 2.mgr. 5.greinar í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Matið nær til fjögurra ofangreindra framkvæmda.
 
Tillögu að matsáætlun fyrir sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum verkefnanna fjögurra verður skilað inn til Skipulagsstofnunar samhliða nýjum tillögum að matsáætlunum fyrir Þeistareykjavirkjun og Kröfluvirkjun II. Skipulagsstofnun hefur þegar fallist á matsáætlun Landsnets fyrir háspennulínur að Bakka og matsáætlun Alcoa fyrir álver á Bakka.
 
Matsvinnan er hafin og má nálgast drög að tillögu að matsáætlun fyrir sameiginlegt mat hér á síðunni. Einnig eru tenglar inn á heimasíður viðkomandi fyrirtækja þar sem nálgast má matsáætlanir fyrir framkvæmdirnar fjórar. . Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin rb hjá mannvit.is og albert hjá lvp.is:
 
Mannvit hf.
b.t. Rúnars D. Bjarnasonar
Grensásvegi 1
108 Reykjavík
 
Frestur til að gera athugasemdir er til 6. mars 2009.
 
Viðhengi:
Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II,  háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík
 
Tillögur að matsáætlunum framkvæmdanna fjögurra má nálgast hér:
Þeistareykir ehf: Þeistareykjavirkjun 
 

Fréttasafn Prenta