Frétt

Kolefnisspor Landsvirkjunar

25. febrúar 2009

Hér er um nýmæli að ræða í starfi fyrirtækisins og með því vill Landsvirkjun sýna fordæmi þeim sem vilja halda bókhald um kolefnislosun starfsemi sinnar.  Stefnt er að því að gera starfsemi Landsvirkjunar kolefnishlutlausa.

Vakin er sérstök athygli á þremur atriðum í skýrslunni:

  • Raforkuvinnsla í vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar losar um 500 sinnum minna gróðurhúsaloft á orkueiningu en kolaorkuver.  Fyrir jarðhitavirkjanir Landsvirkjunar er þessi tala 10 sinnum lægri en í kolaorkuveri (sjá bls. 9 og 17 í skýrslunni).
  • Rannsóknir Landsvirkjunar sýna að losun gróðurhúsalofts úr lónum fyrirtækisins er einungis um 20% af því sem alþjóðleg viðmið gera ráð fyrir (sjá bls. 11 í skýrslunni).
  • Þá kemur fram að rannsóknir sýna að ræktun og uppgræðsla sem Landsvirkjun hefur staðið að á undanförnum árum batt meira kolefni á árinu 2007 en sem nemur losun vegna raforkuvinnslu í vatnsaflstöðvum fyrirtækisins (sjá bls. 16 og 17).

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001 og heldur grænt bókhald.

Viðhengi
Kolefnisspor Landsvirkjunar 2007 

Fréttasafn Prenta