Frétt

Sultartangastöð komin í fullan rekstur

15. apríl 2009

Eins og áður hefur verið greint frá urðu alvarlegar bilanir með stuttu millibili í báðum aflspennum Sultartangastöðvar í árslok 2007. Bilanirnar voru þess eðlis að orkuvinnsla stöðvarinnar skertist verulega.

Raforkuvinnsla stöðvarinnar nam 310 GWst á árinu 2008 en var 903 GWst á árinu 2007. Grunnorsök bilananna er rakin til einangrunarolíu sem sett var á spennana í upphafi. Í ljós hefur komið að ákveðin efni í olíunni ollu skemmdum á einangrun spennanna.

Fréttasafn Prenta