Frétt

Staða miðlunarforða Landsvirkjunar

16. mars 2009
 
Nú er langt liðið á fyrsta veturinn sem Fljótsdalsstöð er í fullum rekstri. Heyrst hefur að ferðalangar um Snæfellsöræfi taki eftir að vatnsborð í Hálslóni er sé mun lægra nú en í fyrra vetur og það svo mjög að menn velti fyrir sér hvort virkjunin sé að verða vatnslaus. Munurinn í yfirborðshæð lónsins milli vetra skýrist alfarið af því að nú er fullur rekstur á Fljótsdalsstöð.
 
Í vetur hefur vatnshæð Hálslóns verið í fullu samræmi við rekstraráætlanir Landsvirkjunar. Um miðjan mars var vatnshæð í lóninu komin niður í um 596,5 m y.s. en fullt stendur yfirborð lónsins í 625 m.y.s. Meðfylgjandi mynd sýnir rekstraáætlun sem gerð var 5.janúar 2009.
 
Hálslón áætlun 2009
 
Samkvæmt áætluninni þá er gert ráð fyrir að lægsta vatnsstaða í vor verði um 580 m y.s. Sú áætlun stendur enn. Þar er einnig gert ráð fyrir að Hálslón fyllist í lok júlí. Staðan í öðrum lónum Landsvirkjunar er ágæt. Vatnshæð Þórisvatns er nú 570.3 m y.s, sem er heldur hærra en gert var ráð fyrir. Þá er vatnshæð Blöndulóns 470,7 m y.s sem er heldur lægra en gert var ráð fyrir. Í heild er miðlunarforðinn í meðallagi miðað við árstíma. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er miðlunarforðinn þó verulega lægri en á sama tíma í fyrra.
 
Miðlunarforði 2009
 
Við þetta má bæta að fyrirhugað er að birta línurit með vatnshæð Hálslóns hér á vef Landsvirkjunar. Vonandi getur orðið af því nú í marsmánuði.
 
 

Fréttasafn Prenta