Frétt

60 milljónum úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar

22. febrúar 2013
Styrkþegar ársins 2013 ásamt forstjóra Landsvirkjunar og stjórn Orkurannsóknasjóðs.

Sjötta úthlutun Orkurannsóknarsjóðs Landsvirkjunar fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 21. febrúar. Úthlutað var 60 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

Fjölmargar góðar umsóknir bárust en á athöfninni var úthlutað úr tveimur flokkum; A-flokki, sem eru styrkir til nemenda, og B-flokki rannsóknaverkefna.

Í flokki A voru að þessu sinni veittir styrkir að heilarupphæð 13,8 milljónir króna. Veittir voru átta styrkir til doktorsnema að upphæð 1.200.000kr hver, og sjö styrkir til meistaranema, að upphæð 600.000kr hver. Af veittum styrkjum í A-flokki voru sjö styrkir til virkjunarmála og átta til rannsókna á náttúru og umhverfi.

Í flokki B, voru veittir styrkir að heildarupphæð 46,2 milljónir króna. Veittir voru sjö styrkir til virkjunarmála, átta til rannsókna á náttúru og umhverfi og tveir til rannsókna á vistvænu eldsneyti og tækni sem dregur úr losun kolefnisgasa.

Um Orkurannsóknarsjóð Landsvirkjunar
Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnanna, fyrirtækja og einstaklinga. Sjóðurinn miðar að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samræmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.

Stjórnarformaður sjóðsins er Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur, en stjórn Orkurannsóknarsjóðs skipa fjórir fulltrúar háskólasamfélagsins og tveir fulltrúar Landsvirkjunar. Upplýsingar um úthlutunarreglur og stjórnarmeðlimi má kynna sér hér.

Úthlutað er úr sjóðnum árlega en frá árinu 2008 hefur sjóðurinn veitt styrki að heildarupphæð 318,7 milljónum króna. 

 

Hér má sjá lista yfir styrkveitingar ársins 2013:
 

Til doktorsnáms, 1,2 milljón króna hver:

Egill Maron Þorbergsson vélaverkfræðingur. Doktorsnám við Chalmers Tækniháskólann í Gautaborg.

Friðþór Sófus Sigurmundsson landfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.

Gunnar Skúlason Kaldal  vélaverkfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.

Hrönn Egilsdóttir  sjávarlíffræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.

Júlía Katrín Björke jarðefnafræðingur . Doktorsnám við Victoriaháskóla í Wellington, Nýja Sjálandi.

María Sigríður Guðjónsdóttir vélaverkfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.

Ólafur Sveinn Haraldsson  byggingarverkfræðingur. Doktorsnám við Washingtonháskóla í Seattle.

Ute Stenkewitz  umhverfisfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands.
 

Til meistaranáms, 600.000 krónur hver:

Árni Friðriksson jarðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.

Guðrún Óskarsdóttir umhverfisfræðingur. Meistaranám við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Kristín Ágústsdóttir landfræðingur. Meistaranám við Háskólann í Lundi, Svíþjóð.

Ólafur Birgir Davíðsson stærðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.

Romain Theysset líffræðingur . Meistaranám við Háskólann á Hólum.

Sveinbjörn Finnsson  eðlisfræðingur og iðnaðarverkfræðingur. Meistaranám erlendis, í Bretlandi, Bandaríkjunum, Sviss eða Kanada.

Tómas Björn Guðmundsson iðnaðarverkfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.
 

Styrkir til nýrra rannsóknarverkefna:

Bjarni Bessason, Háskóla Íslands

Bjarni K. Kristjánsson, Háskólanum á Hólum í samvinnu við Háskólann í Guelph, Kanada og Vatnalífsstofnun í Sviss.

Halldór G. Svavarsson, Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Texasháskóla í Bandaríkjunum.

Hanna Kaasalainen, Háskóla Íslands í samvinnu við Purdueháskóla í Bandaríkjunum.

Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Háskóla Íslands í samvinnu við Umeåháskóla, Svíþjóð.

Philippe Crochet, Veðurstofu Íslands

Ragnar Sigbjörnsson, Háskóla Íslands

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri Orkustofnunar í samvinnu við Íslenska Nýorku, Háskóla Íslands og Bílastæðasjóð.
 

Styrkir til framhalds í rannsóknarverkefnum:

Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf í samvinnu við Háskóla Íslands.

Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur í samstarfi við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Skógrækt ríkisins.

Guðrún Marteinsdóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun í samstarfi við Háskóla Íslands, James Hutton Institute í Skotlandi og Montana State University í Bandaríkjunum.

Ólafur Pétur Pálsson, Háskóla Íslands

Sigfús Björnsson, Háskóla Íslands í samvinnu við Al Ice Algae Iceland Ltd og fyrirtæki í Bandaríkjunum og Sviss.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands.

Fréttasafn Prenta