Frétt

80% þjóðarinnar telja Landsvirkjun skapa mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag

20. nóvember 2012

„Hversu mikil eða lítil verðmæti skapar Landsvirkjun að þínu mati fyrir íslenskt samfélag“?

Könnunin var gerð af Capacent Gallup fyrir Landsvirkjun. Um símakönnun var að ræða sem fram fór á tímabilinu 23. október – 11. nóvember 2012. Úrtakið var 1300 manns, 18 ára og eldri, valið af handahófi úr þjóðskrá.
 

Haustfundur Landsvirkjunar, ARÐUR Í ORKU FRAMTÍÐAR, verður haldinn á Hótel Hilton Reykjavik Nordica, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 14-16. Á haustfundinum leggjum við mat á hvernig til hefur tekist, ræðum framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar. Allir eru velkomnir á haustfundinn. Landsvirkjun er eign íslensku þjóðarinnar. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Það eru miklar væntingar gerðar til Landsvirkjunar sem getur skapað mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Við viljum gera okkar besta til að standa undir þeim væntingum.“

Allir upplýsingar um fundinn má finna hér.

Fréttasafn Prenta