Frétt

Landsvirkjun er bakhjarl Listahátíðar 2014

21. maí 2014

Landsvirkjun hefur verið einn af bakhjörlum hátíðarinnar undanfarin þrjú ár og með nýjum samningi hefur verið staðfest áframhald á farsælu og ánægjulegu samstarfi eitt ár til.

Listahátíð 2014 er sú tuttugasta og áttunda í röðinni og verða sem fyrr fjölbreyttir viðburðir í boði vítt og breytt um borgina.

Hátt í fimm hundruð listamenn frá um tuttugu löndum taka þátt í eða eiga verk á þessari viðamiklu og fjölbreyttu hátíð, á yfir 60 tónleikum, leiksýningum, kvikmyndasýningum, gjörningum og myndlistarsýningum. Mörg verkanna eru samin sérstaklega fyrir eða frumflutt á hátíðinni.

Viðfangsefni 28. Listahátíðar í Reykjavík er hið skapandi ferli í víðu samhengi. Stór samstarfsverkefni listamanna úr ólíkum áttum einkenna hátíðina en einnig minni viðburðir og sýningar einstakra

Listahátíð verður formlega sett fimmtudaginn 22. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar og dagskrá: www.listahatid.is

Fréttasafn Prenta