Frétt

Aðventustund í Ljósafossi

22. nóvember 2017

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í hátíðarskapi og fyrir þessi jól höfum við ákveðið að hámarka jólaskapið með huggulegri og orkuríkri aðventustund fyrir alla fjölskylduna.

Komdu og upplifðu með okkur einstaka hátíðarstemningu við eldstæði og huggulega jólatónlist í Ljósafossstöð, síðustu helgina í nóvember. Jólasveinarnir í Dimmuborgum - Askasleikir, Bjúgnakrækir og Þvörusleikir - taka á móti gestum, skátarnir stýra ratleik, Möndlubásinn bíður upp á möndlur og heitt kakó og Hörpukórinn, kór eldri borgara, mætir á svæðið og syngur nokkur jólalög kl. 14.

Verið velkomin laugardaginn 25. nóvember, kl. 13-16 í Ljósafossstöð.

Komið og fagnið komu jólanna með okkur. Aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.

Fréttasafn Prenta