Frétt

Áframhaldandi góð staða í vatnsbúskap Landsvirkjunar

18. apríl 2017

Veðurfar í vetur hefur verið Landsvirkjun hagstætt og er staðan í miðlunum mjög góð.

Snjóalög eru í meðallagi á Þjórsár- og Tungnaársvæði, sem og á Blöndusvæði en vel undir meðalagi á vatnasviði Fljótsdalsstöðvar.

Heildar miðlunarforðinn er nú um 60% en var um á sama tíma í fyrra um 45%.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun

Fréttasafn Prenta