Frétt

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

24. maí 2019

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi var haldinn í vikunni á Fosshótel Húsavík. Á fundinum var meðal annars opnuð ensk útgáfa af heimasíðu verkefnisins, www.gaumur.is. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ávarpaði fundinn og lýsti yfir ánægju sinni með verkefnið. Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur fræddi fundargesti um jarðskjálftavirkni á svæðinu og nýlega skjálfta við Kópasker. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, flutti fróðlegt erindi um möguleg viðbrögð við stórum jarðskjálfta, svipuðum þeim sem var árið 1755, en tveimur vikum fyrir fundinn fór fram viðbragðsæfing á Húsavík.

Um Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi

Verkefnið rekur sögu sína aftur til ársins 2008 og sækir fyrirmynd í Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. Markmið og hlutverk verkefnisins, sem unnið er í samráði við nærsamfélag og hagsmunaaðila, eru m.a. að styðja hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og taka tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta við framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Hugmyndafræðin byggir á samþykktum Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegum samþykktum og stefnu íslenskra stjórnvalda um sjálfbæra þróun. 

Fréttasafn Prenta