Frétt

Ársreikningur Landsvirkjunar 2012

22. febrúar 2013

Skuldir Landsvirkjunar fara áfram lækkandi

Helstu atriði ársreiknings:

  • Rekstrartekjur námu 407,8 milljónum USD (51,8 ma.kr.) sem er 6,5% lækkun frá árinu áður.1
  • EBITDA nam 319,6 milljónum USD (40,6 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 78,4% af tekjum, en var 79,1% árið áður.
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 102,0 milljónum USD (13,0 ma.kr.), en var 106,1 milljón USD árið áður.
  • Handbært fé frá rekstri nam 236,2 milljónum USD (30,0 ma.kr.) sem er 11,6% lækkun frá árinu áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu á árinu um 67,3 milljónir USD (8,5 ma.kr.) og voru í árslok 2.436 milljónir USD (309,4 ma.kr).

 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Rekstur Landsvirkjunar gekk vel árið 2012, raforkuvinnslan gekk vel og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru á áætlun. Skrifað var undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini.

Afkoma ársins er viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum. Tekjur dragast saman um 6,5% sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs og áhrifa þess á samningsbundið raforkuverð. Við þessar aðstæður njótum við góðs af því að endursamið var við einn af stærstu viðskiptavinum okkar um hærra raforkuverð sem ekki var tengt álverði.

Nettó skuldir fyrirtækisins halda áfram að lækka og eiginfjárhlutfall fer áfram hækkandi. Á síðustu þremur árum hafa nettó skuldir lækkað um 389 milljónir USD og nauðsynlegt er að Landsvirkjun nýti núverandi lágvaxtaumhverfi til að halda áfram á þeirri braut.“

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengi USD/ISK 127 

Fréttatikynning

Ársreikningur 2012

Fréttasafn Prenta