Frétt

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2015 er komin út

7. apríl 2016

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2015 er komin út. Með ársskýrslunni er leitast við að auðvelda almenningi að kynna sér fyrirtækið, afkomu þess og starfsemi. Þetta er þriðja árið í röð sem ársskýrslan kemur eingöngu út á rafrænu formi, en slóðin er arsskyrsla2015.landsvirkjun.is. Rafræn umhverfisskýrsla kemur einnig út á næstunni.

Sérstök áhersla er lögð á bætta myndræna framsetningu þetta árið, en í skýrslunni eru fjölmörg myndbönd, m.a. ávarp Harðar Arnarsonar forstjóra, en „frá árinu 2009 höfum við lækkað skuldir fyrirtækisins um 107 milljarða króna,“ segir hann m.a. í ávarpinu. Önnur myndbönd í skýrslunni eru m.a. heimildarmynd um byggingu Búrfellsvirkjunar og myndbönd um Þeistareykjavirkjun, gagnvirka sýningu í Ljósafossstöð, markaðsstarf og rekstur aflstöðva.

Á meðal nýjunga í skýrslunni er sérstakur tíst-takki sem birtist þegar texti er valinn, þannig að hægt er auðveldlega að deila textanum á Twitter.

Aðrir hápunktar í skýrslunni þetta árið:

Einungis rafrænar skýrslur frá 2013

Árs- og umhverfisskýrslur Landsvirkjunar voru í fyrsta sinn eingöngu gefnar út á rafrænu formi fyrir árið 2013 og hafa þær frá upphafi verið gefnar út í samvinnu við Jónsson & Le‘macks auglýsingastofu og Skapalón vefstofu. Þær hafa hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna bæði hér á landi og erlendis. Má þar nefna tilnefningar til Digital Communication Awards og European Excellence Awards fyrir rafræna miðlun ásamt viðurkenningu frá Awwwards, alþjóðlegum samtökum hönnuða, vefhönnuða og forritara.

Ársskýrslan 2013 var kjörin besti fyrirtækjavefur ársins á Íslensku vefverðlaununum, hlaut Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, fyrir bestu vefauglýsingu og var tilnefnd sem vefur ársins hjá Nexpo.

Ársskýrslan 2014 hlaut Grand Awards fyrir hönnun og grafík í ARC Awards, alþjóðlegri samkeppni um bestu prentuðu og rafrænu ársskýrslurnar. Hún hlaut einnig tvenn gullverðlaun, ein bronsverðlaun og ein heiðursverðlaun í fjórum flokkum keppninnar.

Fréttasafn Prenta