Frétt

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2012 komin út í rafrænni og hefðbundinni útgáfu

25. mars 2013
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2012

Ársskýrsla Landsvirkjunar kemur nú út í fyrsta sinn í rafrænni útgáfu sem hægt er að nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Rafræn útgáfa er liður í þeirri stefnu Landsvirkjunar að stuðla að opnu og gegnsæju fyrirtæki og gera landsmönnum auðvelt um vik að kynna sér rekstur fyrirtækisins. Rafræna ársskýrslu má finna hér.

Á undanförnum árum hefur ársskýrslan verið gefin út í hefðbundinni prentaðri útgáfu ásamt því að hægt hefur verið að nálgast pdf útgáfu af skýrslunni á heimasíðu fyrirtækisins. Ársskýrsla Landsvirkjunar 2012 er einnig gefin út í prentuðu formi sem hægt er að nálgast hjá Landsvirkjun.

Í ársskýrslu Landsvirkjunar 2012 kemur meðal annars fram að:

  • Rekstur Landsvirkjunar gekk vel árið 2012, án áfalla og alvarlegra ófyrirséðra atvika. Heildarorkuvinnsla á árinu 2012 var 12.312 GWst. Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru á áætlun og er gert ráð fyrir afhendingu orku þaðan í árslok 2013. Skrifað var undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini á árinu. 
     
  • Landsvirkjun stendur að og styður fjölda rannsóknarverkefna, innan fyrirtækisins jafnt sem utan. Í desember voru tvær vindmyllur reistar á vinnslusvæði Búrfellsstöðvar í rannsóknaskyni en þær vinna nú orku sem nægir um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.
     
  • Orkurannsóknasjóður úthlutaði 58 milljónum til sjálfstæðra rannsóknarverkefna á sviði orku- og umhverfismála, en að auki er unnið að margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum innan veggja fyrirtækisins.
     

Fréttasafn Prenta