Frétt

Ársskýrslan 2017 er komin á vefinn

19. febrúar 2018

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2017 er komin út, á slóðinni arsskyrsla2017.landsvirkjun.is. Eins og í fyrra eru árs- og umhverfisskýrslur fyrirtækisins sameinaðar, en við bætist nú skýrsla fyrirtækisins um samfélagsábyrgð. Uppbygging skýrslunnar tekur þannig mið af þremur þáttum sjálfbærrar þróunar: efnahag, samfélagi og umhverfi. Með ársskýrslunni er leitast við að auðvelda almenningi að kynna sér fyrirtækið; afkomu þess, umhverfisvöktun, samfélagsábyrgð, framkvæmdir og aðra starfsemi.

Sem fyrri ár eru í skýrslunni fjölmörg myndbönd, m.a. um tímamót sem urðu í rekstri þriggja aflstöðva á árinu, um Blue Planet-verðlaun Blöndustöðvar, endurnýjanlega orkuvinnslu, sjálfbærniúttekt Fljótsdalsstöðvar, sýninguna Orku til framtíðar, sögu framkvæmda og framkvæmdir ársins á Þeistareykjum, framkvæmdir ársins við stækkun Búrfellsvirkjunar og árangursríkar aðgerðir í rekstri fyrirtækisins á liðnum árum.

Aðrir hápunktar í skýrslunni þetta árið:

Einungis rafrænar skýrslur frá 2013

Árs- og umhverfisskýrslur Landsvirkjunar voru í fyrsta sinn eingöngu gefnar út á rafrænu formi fyrir árið 2013. Þær hafa hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna bæði hér á landi og erlendis. Skýrslan í ár er unnin í samvinnu við upplýsingatæknifyrirtækið Premis.

Fréttasafn Prenta