Frétt

Ársskýrslan 2019 er komin út

2. mars 2020

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2019 er komin út, á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is. Eins og síðustu ár er hún einungis gefin út á vefnum, í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að draga úr umhverfisáhrifum af starfseminni.

Við leitumst með útgáfunni við að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess.

Á meðal efnis skýrslunnar þetta árið:

  • Ásættanleg afkoma við krefjandi ytri aðstæður – Ársuppgjör
  • „Með hverri nýrri kynslóð sem svo tekur hér til starfa fleygir þessari þekkingu fram og svigrúm til framfara eykst.“ – Ávarp Harðar Arnarsonar forstjóra
  • „Allt miðar þetta starf að því að ganga ekki á náttúruauðlindir á kostnað komandi kynslóða.” – Ávarp Jónasar Þórs Guðmundssonar stjórnarformanns
  • Starf okkar í jafnréttismálum er ekki átak, heldur vegferð sem við erum öll þátttakendur í. – Sagt frá starfi í jafnréttismálum
  • Með því að fyrirbyggja losun, draga úr þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja og binda á móti rest verður kolefnissporið okkar núll árið 2025. – Aðgerðaáætlun um kolefnishlutleysi
  • Með því að líta á losun sem kostnað sköpum við hvata til að setja í forgang umhverfisvænni lausnir í fjárfestingum og ákvörðunum í rekstri. – Landsvirkjun tekur upp innra kolefnisverð
  • Kortlagning kolefnissporsins nýtist við að ná settum losunarmarkmiðum. – Loftslagsbókhald
  • Sala Landsvirkjunar til gagnaversviðskiptavina jókst um 50% á milli áranna 2018 og 2019. – Ný viðskiptatækifæri
  • Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum í 18 aflstöðvum og tveim vindmyllum víðs vegar um landið. – Orkuvinnsla
  • Þeistareykjavirkjun hlaut árið 2019 gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). – Opin samskipti

Fréttasafn Prenta