Ársskýrsla Landsvirkjunar 2019 er komin út, á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is. Eins og síðustu ár er hún einungis gefin út á vefnum, í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að draga úr umhverfisáhrifum af starfseminni.
Við leitumst með útgáfunni við að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess.