Frétt

Aukið handbært fé frá rekstri - Sex mánaða uppgjör

23. ágúst 2013
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 206,7 milljónum USD (24,8 ma.kr.) sem er 1,9% hækkun frá sama tímabili árið áður.1
  • EBITDA nam 165,3 milljónum USD (19,8 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 79,9% af tekjum, en var 80,8% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 67,1 milljón USD (8,1 ma.kr.), en var 47,7 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
  • Tap tímabilsins að teknu tilliti til óinnleystra liða var 52,2 milljónir USD (6,3 ma.kr.) en á sama tímabili árið áður var hagnaður 9 milljónir USD. Tapið skýrist  einkum af gangvirðisbreytingum á innbyggðum álafleiðum orkusölusamninga sem námu 169,5 milljónum USD til gjalda á tímabilinu.
  • Handbært fé frá rekstri nam 134,4 milljónum USD (16,1 ma.kr.) sem er 13,8% hækkun frá sama tímabili árið áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu um 30,1 milljón USD frá áramótum og voru í lok júní 2.405,5 milljónir USD (288,7 ma.kr).

 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Grunnreksturinn, raforkuvinnsla og afhending hefur gengið vel á fyrri hluta ársins og jukust raforkukaup viðskiptavina Landsvirkjunar frá fyrra tímabili um 5% eða sem nemur um 300 GWst. Góður gangur er í byggingu Búðarhálsvirkjunar en framkvæmdir hafa staðið yfir í þrjú ár og eru nú á lokastigi. Framvinda hefur verið góð og er verkið á áætlun.

Afkoma á fyrri árshelmingi er viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum. Það er ánægjulegt að við sjáum aukningu í handbæru fé frá rekstri sem endurspeglar styrkleika fyrirtækisins og getu þess til að standa undir skuldbindingum sínum. Nettó skuldir fyrirtækisins halda áfram að lækka, nú um 30 milljónir USD og hafa nettó skuldir fyrirtækisins því lækkað um samtals 418 milljónir USD á síðastliðnum fjórum árum sem eru jákvæð tíðindi. Engu að síður er  mikilvægt  að haldið verði áfram á sömu braut í ljósi skuldsetningar fyrirtækisins.“

 

Ítarefni:

Fréttatilkynning

Árshlutareikningur 2013

 

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengi USD/ISK 120

Fréttasafn Prenta