Frétt

Bakkavörn í Kringilsrárrana

18. júní 2019

Ráðist verður í framkvæmdir við bakkavörn á bakka Hálslóns við norðurenda Kringilsárrana í lok mánaðarins, til að bregðast við rofi sem þar hefur átt sér stað frá því rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdirnar taki um 10 daga.

Í stjórnunar- og verndaráætlun 2017-2026 fyrir Kringilsárrana er tekið fram að séu bakkavarnir nauðsynlegar skuli slíkar framkvæmdir ákveðnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðsluna. Á samráðsfundi um rannsóknir og vöktun í Kringilsárrana þann 28. nóvember 2018 lagði Landsvirkjun til að gert yrði tilraunaverkefni með allt að 180 m bakkavörn við norðurenda Kringilsárrana. Umhverfisstofnun gaf út leyfi fyrir framkvæmdinni í aprílmánuði síðastliðnum og fyrir liggur framkvæmdaleyfi frá Fljótsdalshéraði. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok júní og taki um 10 daga.

Fréttasafn Prenta