Frétt

Bilanir í vélum í Búrfellsstöðvum

18. október 2019

Aðfaranótt 17. október kom fram bilun í rafala aflvélar 6 í Búrfellsstöð. Sama dag varð vart við bilun í gangráði aflvélar Búrfellsstöðvar II og var hún tekin tímabundið úr rekstri. Hafin er viðgerð á báðum vélum. Gert er ráð fyrir að Búrfellsstöð II verði komin aftur í rekstur í næstu viku. Ljóst er að taka mun lengri tíma, eða nokkrar vikur, að koma vél 6 í Búrfellsstöð aftur í rekstur.

Vinnslukerfið er nú keyrt á fullum afköstum og þrátt fyrir þessar bilanir getur Landsvirkjun staðið við skuldbindingar sínar um raforkuafhendingu til viðskiptavina.

Uppfært: Viðgerð á gangráð aflvélar Búrfellsstöðvar II lauk laugardaginn 19. október og komst hún þá í fullan rekstur. 

Fréttasafn Prenta