Frétt

Bilun í streng við Búrfellsstöð

8. desember 2013

Í morgun kom upp bilun í 220 kV aflstreng við Búrfellsstöð. Aflstrengurinn tengir einn af þremur vélaspennum stöðvarinnar við tengivirki Landsnets. Bilunin er þess eðlis að orkuvinnsla stöðvarinnar skerðist að hluta til. Unnið er að viðgerð sem getur tekið allt að tvær til þrjár vikur. Bilunin sem slík hefur ekki áhrif á afhendingu forgangsorku hjá viðskiptavinum Landsvirkjunar. 

Fréttasafn Prenta