Frétt

Blöndulón komið á yfirfall

29. ágúst 2017

Blöndulón fór á yfirfall í morgun, þegar vatnshæð þess náði 478 metrum yfir sjávarmáli. Mikið innrennsli er nú í lónið í norðanátt og rigningu og hækkaði yfirborð þess um 15 sentimetra síðustu tvo sólarhringana áður en það fylltist.

Staða annarra miðlunarlóna Landsvirkjunar

Nú eru öll miðlunarlón Landsvirkjunar full. Hálslón fór á yfirfall 19. ágúst og Hágöngulón og Þórisvatn eru full frá því í lok júlí.

Vöktun á vatnsstöðu í lónum og öðrum umhverfisþáttum í rauntíma.

Fréttasafn Prenta