Frétt

4 milljónum króna úthlutað úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

27. apríl 2015

Úthlutað hefur verið úr samfélagssjóði Landsvirkjunar en 80 umsóknir bárust til sjóðsins. Alls hlutu 14 verkefni styrkveitingu að þessu sinni.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar.Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 25. mars, júlí og nóvember ár hvert.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Nánari upplýsingar má finna hér: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Þriðja úthlutun úr samfélagssjóði 2014

 • Rauði krossinn á Íslandi - Neyðaraðstoð vegna hamfara í Nepal
  1.000.000

 • Íbúar Húnavatnshrepps sem eiga upprekstrarheimild á Auðkúluheiði - Landbætur á Auðkúluheiði
  250.000 krónur

 • Fimleikadeild Leiknis - Áhaldakaup til iðkunar fimleika
  250.000 krónur

 • Earth 101 verkefnið - Miðlun loftslagsvandans
  250.000 krónur

 • Björgunarsveitin Ingunn - Endurnýjun á björgunarbát
  250.000 krónur

 • Björgunarsveitin Sigurgeir - Kaup á fjórhjólum
  250.000 krónur

 • SÁÁ -álfasöfnun 2015
  350.000 krónur

 • Ungmennaráð UNICEF - Heilabrot 2015
  150.000 krónur

 • Þekkingasetrið á Blönduósi - Málþing um Jóhönnu Jóhannsdóttur frá Svínavatni
  100.000 krónur

 • Ungmenna og íþróttasamband Austurlands í samstarfi við Erindi - Ást gegn hatri á Austurlandi
  200.000 krónur

 • Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs, og Finnur Friðriksson, dósent í Íslensku við Háskólann á Akureyri -Gagnvirkt spjaldtölvuforrit í íslensku
  250.000 krónur

 • Dúxinn - Stærðfræðikennsla á spjaldtölvur
  250.000 krónur

 • Rauði krossinn á Íslandi - Vefnámskeið í skyndihjálp
  250.000 krónur

 • 10 nemendur 8. bekkjar Grunnskólans á Reyðarfirði
  200.000 krónur

Fréttasafn Prenta