Frétt

Ein milljón vinnustunda án fjarvistarslysa

21. mars 2016

Öryggisskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2015 er komin út og er þetta í annað sinn sem slík skýrsla kemur út. Öryggisskýrslu Landsvirkjunar er ætlað að gefa mynd af öryggisstarfinu á árinu og hvernig til hefur tekist með framkvæmd öryggismála, þjálfun starfsmanna og endurmenntun.

Sá áfangi náðist á árinu að starfsmenn náðu einni milljón vinnustunda án fjarvistarslysa, en þrátt fyrir þennan árangur varð töluverð aukning í skráðum slysum milli ára en á árinu 2015 eru skráð 13 slys hjá fastráðnum starfsmönnum samanborið við 6 árið 2014.

Engin alvarleg slys urðu og aðeins 1 fjarvistarslys (ekki alvarlegt,) sem er sami fjöldi og árið 2014.

Öryggisskýrsla Landsvirkjunar 2015

Fréttasafn Prenta