Frétt

Endurbætur á flóðvari Desjarárstíflu

28. maí 2019

Kárahnjúkavegur (910) verður lokaður við austurenda Desjarárstíflu til og með 7. júní og því lokað fyrir alla umferð að Kárahnjúkastíflu. Ástæða lokunar eru framkvæmdir við hækkun á vegg sem afmarkar flóðvar Desjarárstíflu. Megintilgangur framkvæmda er að koma í veg fyrir mögulegt tjón á Desjarárstíflu, komi til þess að einhvern tímann reyni á flóðvar stíflunnar.

Fréttasafn Prenta