Frétt

Fiskar og vatnsaflsvirkjanir

15. janúar 2016

Landsvirkjun, í samstarfi við Veiðimálastofnun, heldur morgunverðarfund á Grand hótel um áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna næstkomandi miðvikudag, 20. janúar. Kynntar verða rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um þann lærdóm sem við getum dregið af reynslunni. Fundinum verður streymt beint á landsvirkjun.is. Fundurinn stendur yfir frá kl. 8.30-10 og verður boðið upp á morgunkaffi frá kl. 8.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður fundarstjóri og hefur fundinn með erindinu Ábyrgð Landsvirkjunar. Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, mun fjalla um virkjanir og áhrif þeirra í Sogi og Laxá. Erindi Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings og forstjóra Veiðimálastofnunar, ber heitið Virkjun og fiskistofnar Blöndu. Ingi Rúnar Jónsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, fjallar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á fiskistofna Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Benóný Jónsson, líffræðingur á Veiðimálastofnun, heldur síðasta erindið undir yfirskriftinni Þjórsár- og Tungnaársvæði, fiskistofnar og virkjanir.

Að loknum erindum stýrir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, umræðum.

Skráning á fundinn fer fram hér: http://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/vidburdir/fiskar-og-vatnsaflsvirkjanir

Fréttasafn Prenta