Frétt

Fréttabréf Mývatnssvæðis komið út

30. júní 2016

Út er komið fréttabréf Landsvirkjunar fyrir starfsemina á Mývatnssvæðinu. Tilgangur fréttabréfsins er að upplýsa íbúa svæðisins og aðra landsmenn um það sem hæst ber í rekstri Landsvirkjunar á svæðinu um þessar mundir. Ýmis viðhalds- og endurnýjunarverkefni eru á döfinni í sumar og ber þar fyrst að nefna endurnýjun á búnaði í elstu jarðvarmastöð á Íslandi, gufustöðinni í Bjarnarflagi, sem er úr sér gengin eftir að hafa þjónað sveitinni dyggilega í 47 ár.

Einnig verður ráðist í nokkur viðhaldsverkefni í Kröflu sem ætlað er að viðhalda vinnslu Kröflustöðvar. Auk þessara endurnýjunar- og viðhaldsverkefna má svo nefna merkilegt verkefni sem tengist nýsköpun, en Landsvirkjun er einn bakhjarla Eims, sem ætlað er að styðja við nýsköpunar- og rannsóknastarfsemi á svæðinu.

Nánar má lesa um þessi mál og fleiri í fréttabréfinu.

Fréttasafn Prenta