Frétt

Fullyrðingar ekki sama og staðreyndir

10. febrúar 2021

"Fraunhofer skýrslan var afdráttarlaus um samkeppnishæfni stóriðjunnar á Íslandi. Fraunhofer greindi öll atriði orkusölusamninganna, ekki eingöngu orkuverðið sjálft. Vissulega reyndist verðið breytilegt á milli viðskiptavina, rétt eins og í viðmiðunarlöndunum. En niðurstaðan um samkeppnishæfni var ótvíræð." segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í grein í Fréttablaðinu í dag.

"Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu. Nær væri að leggja fram eigin rök og sterkari, sé þau að finna."

Fréttasafn Prenta