Frétt

Fyrsta vindmyllan er risin

5. desember 2012

Fyrsta vindmylla Landsvirkjunar hefur nú verið reist og gekk uppsetning hennar vel.  Vindmyllan er önnur tveggja sem settar eru  upp í grennd við Búrfellsstöð  í tengslum við rannsóknar- og þróunarverkefni  á hagkvæmni vindorku.  Er nú unnið að uppsetningu seinni vindmyllunnar.

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW en samanlögð áætluð raforkuvinnsla þeirra verður um 5,4 GWst á ári. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er um 22 metrar á lengd. Þegar spaðinn er í efstu stöðu er því heildarhæð vindmyllunnar 77 metrar.

Vindmyllurnar eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í vindmyllum á landi. Starfsmenn Enercon munu gera forrekstrarprófanir í janúar og áætlanir gera ráð fyrir að þær verði afhentar Landsvirkjun til rekstrar í lok janúar.

Fréttasafn Prenta