Frétt

Góð afkoma í krefjandi umhverfi

22. febrúar 2016
Fjölmenni mætti á kynningu á ársuppgjöri Landsvirkjunar fyrir árið 2015.

Hörður Arnarson forstjóri og Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs héldu kynningu á uppgjöri síðasta árs, þróun síðustu ára og horfur á mörkuðum, í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut. Fjöldi greinenda og fjölmiðlamanna mætti á fundinn og svöruðu Hörður og Rafnar spurningum að kynningu lokinni.

Í kynningunni kom fram þetta helst:

  • Afkoma ársins var góð, í krefjandi markaðsumhverfi, en lækkandi álverð og óvissa á mörkuðum höfðu sitt að segja í þeim efnum.
  • 2015 var söluhæsta ár Landsvirkjunar, en frá árinu 2010 hefur hagnaður fyrirtækisins fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkað um 45%.
  • Hreinar skuldir eru nú í fyrsta skipti í 10 ár lægri en tveir milljarðar Bandaríkjadollara og hafa lækkað um 107 milljarða króna frá árinu 2009.
  • Þá bárust þau jákvæðu tíðindi, í kjölfar góðrar afkomu síðustu ára, að lánshæfismat Landsvirkjunar var fært í fjárfestingarflokk nú í janúar.

Glærukynninguna má nálgast hér.

Fréttasafn Prenta