Frétt

Góð staða í vatnsbúskap Landsvirkjunar

17. febrúar 2017

Staðan í miðlunum Landsvirkjunar er mjög góð um þessar mundir. Haustið var hagfellt rekstrinum og innrennsli vel umfram meðallag á öllum vatnssviðum.

Staða miðlunarlóna um áramótin var betri en hefur verið síðan Hálslón var tekið í rekstur árið 2007 eða um 86% fylling miðlunarforða.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun.

Fréttasafn Prenta