Frétt

Hátt í 300 manns á opnu húsi á Þeistareykjum

4. júlí 2016

Fjölmenni var á opnu húsi á Þeistareykjum sunnudaginn 3. júlí þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða virkjunina og framkvæmdasvæði hennar. Landsvirkjun þakkar góðar viðtökur gesta.

Starfsfólk Landsvirkjunar kynntu framkvæmdina og buðu upp á skoðunarferðir um svæðið. Jafnframt sýndu LNS Saga gestum stöðvarhúsið sem er í byggingu. Að lokum var gestum boðið upp á kaffiveitingar.

Landsvirkjun hefur unnið að undirbúningi jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum um árabil. Framkvæmdir hófust í maí 2015 og verður 90 MW jarðvarmastöð reist í tveimur áföngum. Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga haustið 2017 og þeim seinni á fyrri hluta árs 2018. Mikil áhersla hefur verið lögð á góð samskipti við heimamenn og hafa verið haldnir fjölmargir fundir til að auka samráð og upplýsingagjöf.

Nánari upplýsingar um Þeistareykjavirkjun.

Fréttasafn Prenta