Frétt

Haustið hagstætt vatnsbúskap Landsvirkjunar

15. janúar 2016

Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar um áramót telst góð og er svipuð og fyrir ári síðan.  Eins og staðan er nú er ekki útlit fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð vegna stöðu miðlana fram á vor.

Október var hlýr á landinu og hiti almennt yfir meðallagi. Um miðjan október fylltust bæði Hálslón og Þórisvatn.  Úrkomusamar sunnanáttir voru ríkjandi fram yfir miðjan mánuð, síðan norðanátt um tíma, en aftur sunnanátt undir lok mánaðar með talsverðum hlýindum.

Nóvember skiptist í tvo horn. Framan af voru suðlægar vindáttir ríkjandi með hlýindum, en eftir miðjan nóvember snerist til tíðar með ríkjandi norðlægum vindáttum og þá kólnaði. Byrjað var að taka úr miðlunum um miðjan nóvember.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun

Fréttasafn Prenta