Frétt

Horft til áhrifa raforkuvinnslu á umhverfi og samfélag í nýjum samstarfssamningi HR og Landsvirkjunar

22. október 2019
Séð frá vinstri: Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Ágúst Valfells forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Landsvirkjun og Háskólinn í Reykjavík hafa endurnýjað samstarfssamning um að efla menntun og rannsóknir á nýtingu endurnýjanlegrar raforku og áhrifum hennar á umhverfi og samfélag.

Samningurinn felur m.a. í sér að Landsvirkjun verður meðal stofnaðila að nýju rannsóknasetri um sjálfbærni við háskólann, sem mun sinna sjálfstæðum rannsóknum á endurnýjanlegri orku og nýtingu hennar, Umfram það að horfa einungis á tæknilegan hluta raforkuvinnslu verða viðfangsefni setursins með breiða skírskotun og ganga þvert á fræðasvið háskólans. Meðal þess sem horft verður til er að mæta alþjóðlegum áskorunum og  loftslagsbreytingum. Þá munu HR og Landsvirkjun  standa sameiginlega að aukinni fræðslu og viðburðum á vettvangi sjálfbærnisetursins.

Samkvæmt samningnum fær Landsvirkjun aðild að Icelandic Innovation Partners (IIP), samstarfi MIT, HR og valinna fyrirtækja á Íslandi. Aðild að Icelandic Innovation Partners veitir íslenskum fyrirtækjum aðgang að sérfræðingum og námskeiðum hjá MIT, auk aðgengis að gagnagrunni nýsköpunarfyrirtækja sem hafa orðið til upp úr rannsóknum MIT og geta verið virðisaukandi viðbót við starfsemi fyrirtækjanna.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar:

„Landsvirkjun er þekkingarfyrirtæki og við erum stolt af stuðningi okkar og vel heppnuðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík síðustu ár. Í ljósi góðrar reynslu af þessari samvinnu ákváðum við að framlengja samninginn til fimm ára. Rannsóknir og menntun um endurnýjanlega orkugjafa, með sjálfbærni að leiðarljósi hafa aldrei verið mikilvægari en nú um stundir, þegar við Íslendingar þurfum að leggja okkar af mörkum til þess að leysa vandann sem fylgir loftslagsbreytingum.“

Ari Kristinn Jónsson:

„Með áframhaldandi samstarfi Landsvirkjunar og HR er lögð áhersla á að skapa sameiginlegt virði fyrir íslenskt samfélag. Landsvirkjun er leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun. HR hefur sérþekkingu á ýmsum fagsviðum sem tengjast vinnslu og nýtingu raforku, svo sem verkfræði, tæknifræði, aðgerðagreiningu, kostnaðarfræði, rekstri og áætlanagerð. Það eru því fjölmörg spennandi tækifæri til samstarfsverkefna á grunni samningsins.“

Fyrri samstarfssamningur efldi svið raforkufræða við háskólann og er afrakstur hans m.a. 19 fjölbreytt rannsóknaverkefni sem unnin voru af nemendum og sérfræðingum háskólans:

 • ,,Algorithm for Optimal Well Placement in Geothermal Systems Based on TOUGH2 Models.” eftir Dag Helgason undir leiðsögn Ágústs Valfells og Egils Júlíussonar. (2017)
 • ,,An Onshore Wind Resource Assessment for Iceland Using HARMONIE Reanalysis Data with Consideration to Hydrological Reservoir Flows.” eftir Danielle Preziuso undir leiðsögn Stefáns Kára Sveinbjörnssonar og Ármanns Gylfasonar. (2016)
 • ,,Numerical modeling of the Hágögnur Geothermal Reservoir in Central Iceland” eftir Ximena Guardia Muguruza undir leiðsögn Ágústs Valfells og Egils Júlíussonar. (2016)
 • ,,Thermoeconomic analysis of geothermal power cycles for IDDP-1 chloride mitigation” eftir Alberto Mereto undir leiðsögn Maríu SIgríðar Guðjónsdóttur og Vijay Chauchan. (2016)
 • ,,Optimal Well Placement in the Theistareykir Geothermal Field for the Next Well in Succession” eftir Basil Alexander Jefferies undir leiðsögn Ágústs Valfells og Egils Júlíussonar. (2016)
 • ,,Hydroelectric power station – Nigerleq” eftir mads Uhrenholt Lauritsen undir leiðsögn Einars Jóns Ásbjörnssonar. (2016)
 • ,,Macro-Scale Multi Criteria Site Assessment for Wind Resource Development in Iceland” eftir Michael Stephen Doheny undir leiðsögn Páls Jenssonar, Samuel Perkin og Margrétar Arnardóttur. (2016)
 • ,,Offshore Wind Potential in North Carolina and Potential Configurations” eftir Richard Fracis Smith undir leiðsögn Ármanns Gylfasonar. (2016)
 • ,,Wind Turbine Selection: A case-study for Búrfell, Iceland” eftir Samuel Perkin undir leiðsögn Páls Jenssonar, Margrétar Arnardóttur og Deon Garrett. (2014)
 • ,,Optimization and Profitability of Hydro Power combined with Wind Power” eftir Egil Skúlason undir leiðsögn Páls Jenssonar, Sölva R. Sólbergssonar og Einars Sveinbjörnssonar. (2014)
 • ,,Iceland-UK Interconnector: Strategy for Macroeconomic and Legal Feasibility” eftir Randall Morgan Greene undir leiðsögn Jónasar Hlyns Hallgrímssonar. (2014)
 • ,,Phasor Measurement Unit (PMU) – based system for event detection on synchronous generators“ eftir Nicholas Mark Randall undir leiðsögn Joseph Timothy Foley, Ragnars Kristjánssonar og Guðjóns Hugberg Björnssonar. (2017)
 • ,,Skoðun á stýringu fyrir geiraloku í Blöndustíflu“ eftir Guðmann Valdimarsson undir leiðsögn Jónasar Þórs Sigurgeirssonar. (2016)
 • ,,Uppbygging, bilanir og ástandsmat rafala“  eftir Axel Sigurðsson undir leiðsögn Guðmundar Björnssonar. (2015)
 • „Feasibility study of utilizing surplus energy from Landsvirkjun for the production of Substitute Natural Gas“ eftir Vigni Bjarnason undir leiðsögn Páls Jenssonar (2013)
 • „Numerical modeling of the Hágöngur Geothermal Reservoir in Central Iceland“ eftir Ximena Guardia Muguruza undir leiðsögn Egils Júlíussonar og Ágústar Valfells (2015)
 • „Wind Energy and Weather Conditions in the Icelandic Highlands“ eftir Jón Ágúst Sigurðsson, undir leiðsögn Ármanns Gylfasonar (2015)
 • „Near-fault ground motions and structural design issues“ eftir Sigurð Unnar Sigurðsson undir leiðsögn Rajesh Rupakhety og Torfa G. Sigurðssonar. (2010)
 • „Investigating Solutions That Improve Islanding Resilience for the Snæfellsnes Transmission System“ eftir Laurentiu Lucian Anton undir leiðsögn Ragnars Kristjánssonar, Samuel Perkin og Guðjón Björnsson (2018)

Fréttasafn Prenta