Frétt

Hreindýrastofninn sterkur þrátt fyrir áhrif á framkvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar

5. mars 2016
Húsfyllir var í Hóteli Valaskjálf.
Dr. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, var fundarstjóri.
Skarphéðinn Þórisson, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, fjallaði um hreindýr, vöktun og virkjanir.
Erindi Kolbeins Árnasonar hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands bar yfirskriftina "Burðarvöktun við Snæfell og Hálslón 2003-2013: Niðurstöður settar fram með veflausn".
Rán Þórarinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, flutti erindið "Burðarsvæði Snæfellshjarðar".
Guðmundur Guðjónsson, landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flutti fyrirlestur um "Gróðurkort af megin útbreiðslusvæði Snæfellshjarðar".

Á opnum fundi Landsvirkjunar, þar sem kynntar voru niðurstöður vöktunar og rannsókna á hreindýrastofninum á starfstíma Kárahnjúkavirkjunar, kom fram að hreindýrastofninn hefur tvöfaldast á seinasta áratug og líkamlegt ástand hans er gott. Hreindýr forðuðust framkvæmdasvæði á byggingartíma, en hafa nú byrjað að nálgast fyrra dreifingarmynstur.

Húsfyllir var á fundinum, sem haldinn var á Hótel Valaskjálf og sýndur í beinni útsendingu á YouTube-rás Landsvirkjunar.

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja áhrif sín á umhverfi og lífríki og reynir eftir megni að minnka neikvæð umhverfisáhrif. Á sínum tíma voru sett skilyrði um viðbótarvöktun við annars ítarlega vöktun hreindýrastofnsins á fyrstu 10 árum starfstíma Kárahnjúkavirkjunar.

Markmið viðbótarvöktunarinnar var að kanna hvort athugasemdir og ábendingar sem komu fram við mat á umhverfisáhrifum um  áhrif á hreindýr og hreindýraveiðar yrðu í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í niðurstöðum matsins.

Á næsta ári hafa rannsóknirnar staðið í 10 ár og því þarf að ákveða hvort og þá með hvaða hætti þeim verður framhaldið.

Upptöku frá fundinum má nálgast hér.

Fréttasafn Prenta